2.2. Stefnumótun, skipurit, stjórnun og starfsmannamál

Hér er farið í stefnumótun fyrir fyrirtækið/stofnunina út frá hefðbundinni nálgun (innri og ytri greining, framtíðarsýn, markmiðasetning), eða notast við nýtt kerfi sem þóað hefur verið af Kellogs Management School í Bandaríkjunum og kallast MMI (Measured and Managed Innovation), sem er ný nálgun við stefnumótun og byggist á að horfa til rekstrarlegra tækifæra út frá þörfum markaðarisn fyrir viðkomanid vöru/þjónustu.

Samhliða stefnumótunarvinnunni er stjórnkerfi fyrirtækisins greint þ.e. skipuritið og settar fram tillögur um þróun þess með tilliti til framtíðarstefnu og framtíðarárangurs fyrirtækisins.

Samhliða gerð skipurits eru útbúnar eða endurnýjaðar starfslýsingar og ráðningasamningar fyrir alla starfsmenn og gengið frá þessum þáttum.

Þá er einnig unnin starfslýsing stjórnar, sem samkvæmt hlutafélagalögum er skylda að öll fyrirtæki hafi og farið yfir stjórnarmálin almennt, samsetningu stjórnar, hlutverk og ábyrgð. Sé þess óskað eru gerðar tillögur um stjórnarmenn sem fært gætu fyrirtækinu aukinn styrk til framtíðar.