2.5. Markaðssókn og söluaukning

Hér beinist athyglin að markaðnum og stöðu afurðarinnar þ.e. vöru og/eða þjónustu á markaðnum. Leitast er við að greina hvernig þörfin fyrir lausnina stendur, hefur þróast og mun væntanlega þróast á næstu misserum.

Horft er á stöðu lausnarinnar í líftímaferlinu og samkeppnis- og staðgengilsvörur á markaði.

Á grundvelli þessa er gert líkan yfir tækifæri og ógnanir, styrkleika og veikleika lausnarinnar svokallað markaðslíkan.

Á grundvelli þess er síðan gerð söluáætlun til næstu missera.

Útfrá söluáætluninni er síðan unnin markaðssóknaráætlun sem inniheldur þær aðgerðir sem ráðast þarf í til að ná bættum og auknum árangri á markaði. Loks er markaðs- og söluáætluninni hrint í framkvæmd og fylgst með framgangi aðgerða og árangri og gripið inn í ef ástæður þykja til.

Markaðsstarfið verður að skila þeim árangri sem til er ætlast hvort heldur það fellst í að sækja fleiri viðskiptavini, fá núverandi viðskiptavini til að auka viðskiptin eða hvoru tveggja. Til að ná tilskildum árangri verða afurðir, þ.e. vörur og/eða þjónusta fyrirtækisins að standa samkeppninni jafnfætis eða framar. Hagnaður fyrirtækisins þíns er endanlegur mælikvarði á hversu vel markaðsstarfið hefur tekist = árangur í verki!

Árangur í verki;  það eru líka einkunnarorð okkar!