2.4. Lækkun kostnaðar og framlegðargreining

Hér er byrjað á því að greina allan reksturinn kostnaðarmegin frá. Farið er ítarlega í gegn um rekstur fyrirtækisins og skoðaðir allir kostnaðarliðir í rekstrinum og hvernig kostnaður skiptist á deildir og skilgreinanlegar afurður þ.e. vörur og/eða þjónustu.

Þá er farið í að framlegðargreina afurðirnar, þ.e finna út beinan breytilegan kostnað og óbeinan breytilegan kostnað við hverja afurð. Á grundvelli söluverðs er síðan fundin út framlegðin í krónum og % og reiknuð út heildarframlegð viðkomandi vöru/þjónustu á tilteknu tímabili, oftast fyrir eitt ár.

Að því búnu er fastur kostnaður greindur og fundið út hvað hver afurð þarf að bera af föstum kostnaði og hvaða framlegðarhlutfall og heildarframlegð í krónum á tímabili, hún þarf að uppfylla til að hún teljist nægjanlega arðvænleg.

Með þessu fæst einnig viðmið um verðlagningu afurðanna hvort sem um er að ræða vörur eða þjónustu.

Að lokinni þessari greiningu eru teknar ákvarðanir um hvort skynsamlegt sé að hlætta með tilteknar vörur/þjónustu og í kjölfar þess settar í gang markvissar aðgerðir til að lækka kostnaðinn. Þær fela m.a. í sér aðgerðir til að fá betri verð á öllum aðföngum til rekstrarins, bætta nýtingu vinnuafls og annarra aðfanga, aðgerðir til hagræðingar í rekstrinum sem leitt gæti til kostnaðarlækkana og fleira.