2.1. Gerð viðskiptaáætlana

Ráðgjöf á þessu sviði hentar sérstaklega fyrirtækjum og frumkvöðlum sem hafa viðskiptahugmugmynd eða áhuga á að finna slíka fyrir sig eða sinn rekstur og vinna um það fullmótaða viðskiptaáætlun. Einnig smærri starfandi fyrirtækjum sem vilja vinna heildstæða áætlun um reksturinn, til næstu þriggja ára.

Viðskiptaáætlun útskýrir og fjallar um möguleika viðskiptahugmyndar til árangurs. Hún leitar svara við þeirri spurningu hversu mikil áhætta felist í verkefninu og hver væntanlegur kostnaður við að hrinda því af stað er. Í viðskiptaáætlun er einnig gerð grein fyrir þeim ávinningi sem vænta má ef vel tekst til. Viðskiptaáætlun er því í raun tæki sem ætlað er að leggja mat á heildaráhættu og ávinning af því að hrinda tiltekinni viðskiptahugmynd í framkvæmd.

Eitt af algengum markmiðum viðskiptaáætlunar er að óska eftir því að þeir sem fá hana í hendur leggi fjármuni í verkefnið í formi áhættufjármagns eða lánsfjármagns. Viðskiptaáætlunin þarf því að svara þeirri spurningu hvort það sé fýsilegt.

Margir eiga sér draum um að hrinda í framkvæmd hugmynd sem þeir hafa gengið með lengi, að setja á stofn eða kaupa fyrirtæki, eða ná betri árangri í núverandi rekstri með tilteknum nýsköpunaraðgerðum. Þar kemur viðskiptaáætlun að góðum notum.

Viðskiptaáætlanir geta því verið af margvíslegum toga og haft ólíkan tilgang.

Ráðgjafar Skyggnis hafa mikla reynslu í gerð viðskiptaáætlana og hafa á síðustu árum unnið tugi fullmótaðra viðskiptaáætlana fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga. Starfsmenn Skyggnis hafa auk þess staðið fyrir fjölda námskeiða og fyrirlestra um gerð viðskiptaáætlana og hefur Páll Kr. Pálsson meðal annars kennt þetta efni við verkfræðideildir Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um árabil.

  • Áttu þér draum um að hrinda í framkvæmd viðskiptahugmynd?
  • Setja á stofn eða kaupa fyrirtæki?
  • Ná betri árangri í núverandi rekstri?
  • Að öðlast reynslu og þekkingu sem gerir þig hæfari til að skilja gangverk atvinnurekstrar?

Gerð viðskiptaáætlunar undir handleiðslu okkar gæti hjálpað þér að láta þennan draum rætast.

Við höfum víðtæka reynslu í að skrifa viðskiptaáætlanir, koma þeim á framfæri og fylgja þeim eftir. Við getum aðstoðað þig við að:

  • Skrifa viðskiptaáætlun. 
  • Útvega fjármagn. 
  • Koma hugmyndinni í framkvæmd. 
  • Hafa eftirlit með framkvæmdaáætluninni. 

Umfang þeirrar ráðgjafar sem fylgir gerð viðskiptaáælana er afar mismunandi. Megináhersla okkar er á nána samvinnu með þeim einstaklingi, frumkvöðli eða fyrirtæki sem hefur hug á að vinna viðskiptaáætlun og hrinda henni í framkvæmd. Starf okkar liggur fyrst og fremst í því að vera leiðbeinandi aðili í þeirri vinnu og gera þannig skjólstæðinga okkar færa um að skilja eðli og ferli nýsköpunar og skrifa viðskiptaáætlun fyrir tiltekna hugmynd og fylgja henni eftir. Við getum að sjálfsögðu komið nánar að skrifum og eftirfylgni sé þess óskað. Markmiðið er ávallt – árangur í verki.

Endilega hafðu samband ef við gætum mögulega orðið að liði!