3. Um okkur

Skyggni er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í aðstoð við lítil og meðalstór fyrirtæki, í að bæta árangur sinn í rekstri. Með aðstoð okkar öðlast fyrirtæki aukna færni í kostnaðaraðhaldi, framlegðareftirliti, nýsköpun, vöruþróun, markaðssókn, sölu, stjórnun, áætlanagerð, vefsíðuuppbyggingu og utanumhaldi og öðrum lykilþáttum í rekstri.

Þá sérhæfir Skyggni sig einnig í gerð viðskiptaáætlana bæði fyrir starfandi fyrirtæki og eins þegar um er að ræða viðskiptahugmynd og öflun fjármagns til að hrinda henni í framkvæmd.

Skyggni byggir á hefðbundnum og traustum aðferðum við ráðgjöf sem felast í nánu samstarfi, tillögum um aðgerðir, aðstoð við framkvæmd aðgerða og eftirfylgni til að tryggja að árangur skili sér til fulls.

Starfsmenn Skyggnis eru Páll Kr. Pálsson

Páll Kr. Pálsson er jafnframt eigandi og framkvæmdastjóri félagsins.